Tuesday, March 25, 2014

Tónlistin.

Ég er ekkert mikið fyrir tónlistina sem er spiluð á fm957 og verð þessvegna ekkert svaka glöð ef ég sit uppi með að hlusta á FM nánast allan daginn í skólanum. Vandamálið með tónlistarsmekkinn minn er sá að aðrir með mér í bekk eru ekkert að fýla allt það sem ég hlusta á svo þá eru þau ekkert glöð ef ég er að velja lög. Það gerist nú alveg að ég hlusta kannski á eitt og eitt lag sem er alltaf í spilun í útvarpinu en ég myndi aldrei kjósa það framyfir það sem ég er vön að hlusta á. Þegar kemur að hljómsveitum og tónlistarmönnum er Led Zeppelin, Arctic Monkeys og Ed Sheeran í uppáhaldi, ég get hlustað á þeirra tónlist aftur og aftur án þess að fá leið. Ég hlusta líka mikið á Bubba Morthens, Bob Marley og Nirvana og finnst nánast öll þeirra lög góð, flestir hlusta nú á Ed Sheeran og þá er það ekkert vandamál þegar kemur að lagavali. Svo eru nokkur ákveðin lög alltaf góð, sem eru þá tildæmis:

Around The World - Daft Punk
Cotton Eye Joe - Rednex
I'll be there for you - The Rembrandts
Yellow, Fix you og The Scientist - Coldplay
Uprising, Madness og fleiri - Muse

Ég var brjálaður Michael Jackson aðdáandi og var það áður en meistarinn sjálfur lést, ég viðurkenni það að ég grét og ekki lítið.. Hann er goðsögn og það verður ekki tekið frá honum. Nú í dag er það ekki eins mikið en hvað get ég sagt? Eitt sinn aðdáandi, ávallt aðdáandi. Tónlistin hans er alltaf góð, þvílíkur listamaður!

Ég er líka mjög veik fyrir early 90's og 80's lögum, eða þá bara yfirhöfuð gömlum lögum á borð við:

Summer Nights - Úr Grease
Greased Lightning - Úr Grease
What is love - Haddaway
Staying alive - Bee Gees
Hound dog - Elvis Presley
Ice Ice Baby - Vanilla Ice
I'll be missing you - Puff Daddy
You spin me round - Dead or Alive
Video killed the radio star - The Buggles
Girls just want to have fun, True Colors, Time After Time - Cyndi Lauper

60's, 70's og 80's tímabilið heillar mig mest og ég hefði svo verið til í að vera til á þeim tíma, fatastíllinn, tónlistin og allt mögulegt! Allt var svo töff og spennandi, þessvegna sækist ég mikið í það að hlusta á lög frá þeim tímum. Auðvitað er tónlistarsmekkur persónulegur og þá er náttúrlega ekki hægt að ákveða hvaða smekkur er ömurlegur og hver er bestur/góður, en auðvitað hefur maður sínar skoðanir.


  

No comments:

Post a Comment