Sunday, November 16, 2014

Foreldrar og unglingsárin.

Þið munuð líklegast halda að það sé eitthvað að mér eða eitthvað, ég veit ekki. 
En í alvöru talað, hvar værum við án foreldra okkar og vá hvað gera mikið fyrir okkur. 
Ég get verið algjör frekja og mjög ákveðin, en ég sé alltaf eftir því í hvert skipti og segi þá fyrirgefðu. Sérstaklega við mömmu samt því ég er aðeins feimnari við pabba, örugglega afþví við erum svo lík í persónuleika. Þá er ég hrædd um að hann verði eins og ég haha! 

Vil sérstaklega taka fram að þetta á alls ekki við um alla og því þarf enginn að taka þessu nærri sér, er náttúrlega ekki að skjóta á neinn. 

Hversu oft höfum við sagt að við þolum ekki foreldra okkar fyrir að leyfa okkur ekki þetta og leyfa okkur ekki hitt? Kannski bannað manni að djamma, þegar maður er á fyrsta árinu í framhaldsskóla eða sumarið eftir 10. bekkinn. Ég man eftir því haha, en ég hugsaði aldrei að þau voru bara að passa uppá mig. Hætturnar eru jú, margar á djamminu og maður er ekkert fær um að tækla allar hættur eða aðstæður þegar maður er mikið ölvaður og hvað þá svona ungur. Ég skil þau alveg núna. 
Mamma mín vinnur semsagt í barnaverndinni í Reykjanesbæ og þá er hún kannski aðeins meira að skipta sér af eða "over protective". Ég viðurkenni, stundum hata ég það! En yfirleitt á endanum þá er ég ekkert smá þakklát. En ég á virkilega erfitt með að játa það, þar sem ég hata að hafa rangt fyrir mig eða viðurkenna að ég sé búin að gera mér grein fyrir þessu.

Útivistartími
Svefntími
Matartími
^^

-Manni finnst þetta oft ekki skipta máli og þá verður maður smá pirraður þegar það er strangt tekið á þessu. Er ég nokkuð sú eina?

Ég veit ekki með ykkur en ég vil frekar hafa stranga foreldra sem passa uppá hvað ég geri og skipta sér af (Plís ekki of mikið samt) heldur en að mega bara allt og finna ekki fyrir neinni afskiptasemi. Það er pínu leiðinlegt og þá er ekkert gaman að verða 18 ára, því þá er ekkert svona gaman við að segjast vera sjálfráða. 

Hver hefur líka ekki lent í því að foreldrar manns verða ekki sáttir með manneskjuna sem maður er eitthvað að dúlla sér með? Jafnvel þó þau þekkja viðkomandi ekki neitt eða hafa kannski ekki hitt hann/hana. Það er bara eitthvað við foreldrana, þau vita alltaf best og finna svo vel á sér ef einhver eða eitthvað hefur ekki góð áhrif á börnin sín. 

Finnst það ekkert smá ljótt að vanvirða það sem foreldrar hafa til þess að gefa manni. Þau gera náttúrlega allt til þess að gera þig að hamingjusamri manneskju, þó það sé kannski ekki alltaf hægt og það er ekki hægt að gefa manni allt, en þau gera það sem þau geta og fyrir það eiga þau skilið virðingu. Og ég ætla mér einn daginn að gera eitthvað fyrir þau sem mun rífa þau úr stolti.

Ég hef svo oft verið alveg rosalega pirruð við mömmu mína og pabba. Hef sagt ýmislegt sem ég meina ekki, en þau eru samt besta fólk sem ég veit um og ég væri ekki neitt án þeirra. Pabbi minn er slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og þess vegna pælir hann alltaf í örygginu og heilsunni mnni.

"Alltaf að vera í belti, þú veist aldrei hvort þú lendir í slysi"

- Ég hef aldrei sest uppí bíl og ekki verið í belti. Ég HATA þegar fólk fer ekki í belti, það fer rosalega í mig og ég þarf rosalega mikið að minna fólk í kringum mig á það að fara í belti og það er fáránlegt. Hvað er málið? Eruð þið eitthvað of "kúl" fyrir belti haha? Og svo þessi setning "Ég lendi ekkert í slysi" haha já og þetta hugsuðu örugglega líka hinir sem fóru ekki í belti og eru nú ekki á lífi eftir slys, það er svo sorglegt. Þegar það er bílslys eða ég sé sjúkrabíl keyra fyrir aftan húsið mitt, þá verð ég alltaf smá stressuð að þetta sé bílslys og pæli mikið í hvort það sé þá einhver sem ég þekki. En plís, farið alltaf í belti. Það skiptir svo miklu máli og gæti bjargað lífinu ykkar. 
Ef þið eruð of nett fyrir öryggisbelti, þá verðið þið örugglega jafn nett í hjólastól eða jafnvel í ykkar eigin jarðarför.(Ekki öll tilfelli). Maður á aldrei að vanmeta það sem gæti hjálpað manni. Ég hugsa kannski ekki alltaf skynsamlega, enda bara 16 ára og alveg að verða 17 en ég hef það fast í mér að fara alltaf í belti.


Ég veit í rauninni ekkert afhverju ég er að skrifa þetta allt, svona seint um nótt og alveg svefnlaus. En ég allavega fann mér eitthvað til að skrifa, leiddist það mikið haha.

Foreldrar geta verið pain, en vá þau eru svo mikilvæg og ég er endalaust þakklát fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig og gert til að hjálpa mér. Get ekki lýst því hversu mikið ég elska þau!

Tuesday, September 9, 2014

Staðalímyndir

(Á ekki við um alla)

Hvenær er maður of grannur og hvenær er maður of feitur? Mér finnst að þetta ætti ekki að skipta neinu máli svo lengi sem þú ert ánægð/ur með þig í þínum líkama, ekki nema þetta sé virkilega að velta á hvort þú lifir af eða ekki.
Þessar endalausu staðalímyndir eru í sannleika sagt að eyðileggja sjálfsmynd unglingsins. Annað hvort ertu of feitur eða of grannur einstaklingur, það er eins og sumir sjá ekki þessa augljósu línu þarna á milli. Orðið „feit/ur“ er ofnotað, það má varla hafa eitthvað smá utan á sér og þá er maður allt í einu svo feitur? Fólki finnst þetta nú yfirleitt ekki í lagi en nota þessi orð samt óspart. Þú getur verið yfir 100 kílóin án þess að vera eitthvað feit/ur. Það er ýmislegt annað sem hefur áhrif á þyngdina. Ég vil ekki þurfa passa mig hvað ég er að borða útaf hræðslunni við hvað fólk mun segja við mig, er ég að borða of mikið, of lítið eða hvað?
Afhverju truflar það okkur hin svo ofboðslega mikið hvernig aðrir eru í holdafari?
„Hún er með of lítil brjóst/Hún er með of stór brjóst“
„Hún er ekki með neinn rass/Hún er of með of stórann rass“
Og ég spyr þá núna, hverju skiptir þetta máli? Oftar en ekki þá er þetta það sem stelpur pæla í varðandi aðrar steplur. Er maður eitthvað ekki nógu flottur ef við erum ekki með fullkomna stærð af rass og brjóstum? Jújú, smekkur manna er misjafn. En ef við höfum eitthvað neikvætt um þetta að segja, afhverju þá að segja það? Ég get varla trúað því að það gleður fólk vitandi það að þau voru að særa/móðga aðra manneskju útaf eitthverju sem þau geta ekkert endilega lagað.
Það er greinilega alveg svakalega ljótt að kalla manneskju feita, svoleiðis á maður bara ekki að segja.. en það virðist vera í lagi að kalla manneskju anorexíusjúkling, kalla þessa manneskju of granna, sé að detta úr sundur og hvað sem þið viljið kalla fólk sem er mjög mjótt. Þið vitið þetta örugglega en ég vil samt segja að þetta er ekki í lagi. Þetta er alveg jafn ljótt. Það er ekkert minna móðgandi eða særandi þegar maður er kallaður anorexíusjúklingur. Þetta orð er líka ofnotað eins og það að vera feitur. Maður má ekki vera mjög grannur og þá er maður bara anorexíusjúklingur? Steikt. Anorexía er sjúkdómur og eflaust margir sem eru alveg rosalega grannir sem borða endalaust en geta bara ekki fitnað. Oft er það þannig, maður getur ekki fitnað því það er erfiðara að fitna en að grennast fyrir suma. Anorexía er ekkert til að djóka með þar sem afleiðingar þessa sjúkdóms geta virkilega skemmt fyrir manni lífið, getur látist eða jafnvel skaddast alvarlega.
Það er ekkert sem er flottara eða ljótara, smekkur er mjög misjafn svo alhæfingar geta engann veginn átt stað þegar kemur að þessu máli. Ég hef örugglega talað um það við mínar vinkonur hvernig mér finnst aðrir vera vaxnir, en ég áttaði mig þó á því hvað það er rangt og opnaði augun fyrir þessu. Ef þér líður vel eins og þú ert, ekki þá hlusta á hvað aðrir hafa að segja því það sem skiptir mestu er það sem lætur þér líða vel. Þú ert ekki hérna til að þóknast öðrum, og engar auglýsingar, tímarit eða áróður ætti að breyta hugsunarhætti þínum ef þú hefur fundið sjálfa/nn þig.
Sagan með mig.
Ég er 16 ára gömul og hef aldrei farið yfir 50 kíló. Þegar ég stíg á vigtina þá hef ég aldrei séð 50kg eða yfir birtast. Ég er ýmist að flakka á milli 42-46 kíló.
Ég get viðurkennt það að eftir að ég varð þunglynd þá byrjaði ég að grennast mikið og fór að borða minna. En það var ekki útaf ég valdi það, það sem var vandmálið með mig var það að ég sá lítið sem ekkert jákvætt við sjálfa mig þannig ég fór að pæla minna í því hvernig ég var að fara með sjálfa mig. Ég heyrði það daglega að ég væri að detta úr sundur, fólk var að halda á mér bara til að segja mér að þau gætu léttilega tekið mig í bekk, ég heyrði það líka oft að ég væri anorexíusjúklingur. Auðvitað gat ég ekkert verið ánægð með sjálfa mig við þetta endalausa stríð, ég tók öllu mjög nærri mér. Ég reyndi að borða rosalega mikið en aldrei lagaðist neitt og mér fannst alveg rosalega óþæginlegt að mæta í skólann því ég var svo hrædd um að þurfa heyra þetta. Ég er mjög lystarlítil stelpa og get ekki borðað mikið í einu, já ég er algjör gikkur því miður og ég borða sjaldan yfir daginn. En er ég að gera það viljandi? Nei, það er ég ekki að gera. Ýmist hefur mig langað til þess að fitna og jafnvel stundum þá langar mig að léttast aðeins. Ég var aldrei sátt með sjálfa mig, ég heyrði alltaf það sama. Ég var meðal annars kölluð þessu:

Anorexíusjúklingur
Ert að detta úr sundur
Byrjaðu að borða
Borðaru aldrei/Borðaru alltaf svona lítið?
Hvernig ertu lifandi
Ertu 20 kíló
Tannstöngull

Ég er ekki alltof mjó þó ég sé grönn. Ég skal alveg segja það og viðurkenna að kannski mætti ég vera þyngri, en afhverju skiptir það máli fyrir aðra?
Ef ég er ánægð eins og ég er, er það þá ekki nóg eða þurfa aðrir endilega að koma og hræra í hugsunum manns og skemma jafnvel sjálfstraust?

Ég er í endalausu stríði við sjálfa mig, hvað þarf ég að gera? Það veit ég ekki. En ég ætla allavega ekki að hlusta á hvað aðrir hafa að segja ef það er í neikvæðari kantinum. Ég er hætt að taka mark á því sem aðrir segja um mig.

Ef þú vilt hvorki fitna, né grennast þá skaltu ekki gera það því það sem skiptir mestu máli er að þú getir litið í spegil án þess að finna eitthvað að þér. Ef þú sérð myndir þar sem er verið að segja hvað er flottast eða hvernig maður á að vera, þá skaltu ekki taka neitt mark á því. Það getur enginn sagt hvernig maður á að vera, því það er ekki fræðilegur möguleiki á að vera fullkominn og valdamesta manneskja heims getur ekki einu sinni haft vald yfir því hvernig maður á að vera.


Tuesday, March 25, 2014

Tónlistin.

Ég er ekkert mikið fyrir tónlistina sem er spiluð á fm957 og verð þessvegna ekkert svaka glöð ef ég sit uppi með að hlusta á FM nánast allan daginn í skólanum. Vandamálið með tónlistarsmekkinn minn er sá að aðrir með mér í bekk eru ekkert að fýla allt það sem ég hlusta á svo þá eru þau ekkert glöð ef ég er að velja lög. Það gerist nú alveg að ég hlusta kannski á eitt og eitt lag sem er alltaf í spilun í útvarpinu en ég myndi aldrei kjósa það framyfir það sem ég er vön að hlusta á. Þegar kemur að hljómsveitum og tónlistarmönnum er Led Zeppelin, Arctic Monkeys og Ed Sheeran í uppáhaldi, ég get hlustað á þeirra tónlist aftur og aftur án þess að fá leið. Ég hlusta líka mikið á Bubba Morthens, Bob Marley og Nirvana og finnst nánast öll þeirra lög góð, flestir hlusta nú á Ed Sheeran og þá er það ekkert vandamál þegar kemur að lagavali. Svo eru nokkur ákveðin lög alltaf góð, sem eru þá tildæmis:

Around The World - Daft Punk
Cotton Eye Joe - Rednex
I'll be there for you - The Rembrandts
Yellow, Fix you og The Scientist - Coldplay
Uprising, Madness og fleiri - Muse

Ég var brjálaður Michael Jackson aðdáandi og var það áður en meistarinn sjálfur lést, ég viðurkenni það að ég grét og ekki lítið.. Hann er goðsögn og það verður ekki tekið frá honum. Nú í dag er það ekki eins mikið en hvað get ég sagt? Eitt sinn aðdáandi, ávallt aðdáandi. Tónlistin hans er alltaf góð, þvílíkur listamaður!

Ég er líka mjög veik fyrir early 90's og 80's lögum, eða þá bara yfirhöfuð gömlum lögum á borð við:

Summer Nights - Úr Grease
Greased Lightning - Úr Grease
What is love - Haddaway
Staying alive - Bee Gees
Hound dog - Elvis Presley
Ice Ice Baby - Vanilla Ice
I'll be missing you - Puff Daddy
You spin me round - Dead or Alive
Video killed the radio star - The Buggles
Girls just want to have fun, True Colors, Time After Time - Cyndi Lauper

60's, 70's og 80's tímabilið heillar mig mest og ég hefði svo verið til í að vera til á þeim tíma, fatastíllinn, tónlistin og allt mögulegt! Allt var svo töff og spennandi, þessvegna sækist ég mikið í það að hlusta á lög frá þeim tímum. Auðvitað er tónlistarsmekkur persónulegur og þá er náttúrlega ekki hægt að ákveða hvaða smekkur er ömurlegur og hver er bestur/góður, en auðvitað hefur maður sínar skoðanir.


  

Sunday, March 23, 2014

Miðbærinn

Miðbærinn er draumur og einn daginn ætla ég mér að búa þar. Vera annað hvort lögmaður eða þá fatahönnuður og tískustílisti, fæ kítl í magann við tilhugsunina! Mér finnst list líka heillandi og væri svo sannarlega til í að vera listakona í framtíðinni. Útsýnið frá Hallgrímskirkju er líka svo rosalega flott að ég held að enginn geti neitað því. Húsin eru svo flott, litríkt umhverfi og allt svo fallegt. Ekki skemmir að hafa Hallgrímskirkjuna nálægt sem er líka svo ótrúlega flott. Að horfa uppá topp kirkjunnar þegar sólin er að setjast er gullfallegt, og segi það sama um útsýnið, að vera þarna uppi þegar sólin er við það að setjast og smá bjart úti er svo æðislegt. Það er eitthvað við þennan part af höfuðborgarsvæðinu og list sem heillar mig svo rosalega að ég get ekki lýst því.Væri ekki geðveikt að mála útsýnið? Jú ég held það, og ég stefni á það einn daginn. Held fast í drauminn og ætla mér að láta hann rætast! xx

Wednesday, March 19, 2014

Coco Chanel

Hver heillast ekki af Coco Chanel? Ef þú ætlar að finna quote sem er eitthvað vit í þá er Coco Chanel svo sannarlega sú besta. Mín uppáhalds eru:

Everyday is a fashion show and the world is the runway.

Dress like you're going to meet your worst enemy today.

Style stays while fashion fades.

A woman with good shoes is never ugly.

Hún er fullkomin og ein af flottustu konum sem ég veit um. Ef þú ert ekki sammála mér þá veit ég ekki hvort við verðum nokkurntímann sammála um eitthvað! xx

Ég var einu sinni spurð hvað hún væri að meina með því að þú eigir að klæðast eins og þú ætlir að hitta þinn versta óvin í dag, og ég svaraði einfaldlega "Þú vilt alltaf vera flottari en manneskja sem þú þolir ekki". 

Style stays while fashion fades, ekki alltaf fylgja tískubylgjum.. það er ekkert gaman við að klæðast því sem önnur hver stelpa er í daglega, ef þú ert nógu heppin til að vera öðruvísi þá skaltu aldrei nokkurn tímann breytast. Finndu þína eigin tísku og farðu eftir henni, því ef þú hefur gott augu fyrir klæðaburði þá mun þér takast það.