Sunday, November 16, 2014

Foreldrar og unglingsárin.

Þið munuð líklegast halda að það sé eitthvað að mér eða eitthvað, ég veit ekki. 
En í alvöru talað, hvar værum við án foreldra okkar og vá hvað gera mikið fyrir okkur. 
Ég get verið algjör frekja og mjög ákveðin, en ég sé alltaf eftir því í hvert skipti og segi þá fyrirgefðu. Sérstaklega við mömmu samt því ég er aðeins feimnari við pabba, örugglega afþví við erum svo lík í persónuleika. Þá er ég hrædd um að hann verði eins og ég haha! 

Vil sérstaklega taka fram að þetta á alls ekki við um alla og því þarf enginn að taka þessu nærri sér, er náttúrlega ekki að skjóta á neinn. 

Hversu oft höfum við sagt að við þolum ekki foreldra okkar fyrir að leyfa okkur ekki þetta og leyfa okkur ekki hitt? Kannski bannað manni að djamma, þegar maður er á fyrsta árinu í framhaldsskóla eða sumarið eftir 10. bekkinn. Ég man eftir því haha, en ég hugsaði aldrei að þau voru bara að passa uppá mig. Hætturnar eru jú, margar á djamminu og maður er ekkert fær um að tækla allar hættur eða aðstæður þegar maður er mikið ölvaður og hvað þá svona ungur. Ég skil þau alveg núna. 
Mamma mín vinnur semsagt í barnaverndinni í Reykjanesbæ og þá er hún kannski aðeins meira að skipta sér af eða "over protective". Ég viðurkenni, stundum hata ég það! En yfirleitt á endanum þá er ég ekkert smá þakklát. En ég á virkilega erfitt með að játa það, þar sem ég hata að hafa rangt fyrir mig eða viðurkenna að ég sé búin að gera mér grein fyrir þessu.

Útivistartími
Svefntími
Matartími
^^

-Manni finnst þetta oft ekki skipta máli og þá verður maður smá pirraður þegar það er strangt tekið á þessu. Er ég nokkuð sú eina?

Ég veit ekki með ykkur en ég vil frekar hafa stranga foreldra sem passa uppá hvað ég geri og skipta sér af (Plís ekki of mikið samt) heldur en að mega bara allt og finna ekki fyrir neinni afskiptasemi. Það er pínu leiðinlegt og þá er ekkert gaman að verða 18 ára, því þá er ekkert svona gaman við að segjast vera sjálfráða. 

Hver hefur líka ekki lent í því að foreldrar manns verða ekki sáttir með manneskjuna sem maður er eitthvað að dúlla sér með? Jafnvel þó þau þekkja viðkomandi ekki neitt eða hafa kannski ekki hitt hann/hana. Það er bara eitthvað við foreldrana, þau vita alltaf best og finna svo vel á sér ef einhver eða eitthvað hefur ekki góð áhrif á börnin sín. 

Finnst það ekkert smá ljótt að vanvirða það sem foreldrar hafa til þess að gefa manni. Þau gera náttúrlega allt til þess að gera þig að hamingjusamri manneskju, þó það sé kannski ekki alltaf hægt og það er ekki hægt að gefa manni allt, en þau gera það sem þau geta og fyrir það eiga þau skilið virðingu. Og ég ætla mér einn daginn að gera eitthvað fyrir þau sem mun rífa þau úr stolti.

Ég hef svo oft verið alveg rosalega pirruð við mömmu mína og pabba. Hef sagt ýmislegt sem ég meina ekki, en þau eru samt besta fólk sem ég veit um og ég væri ekki neitt án þeirra. Pabbi minn er slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og þess vegna pælir hann alltaf í örygginu og heilsunni mnni.

"Alltaf að vera í belti, þú veist aldrei hvort þú lendir í slysi"

- Ég hef aldrei sest uppí bíl og ekki verið í belti. Ég HATA þegar fólk fer ekki í belti, það fer rosalega í mig og ég þarf rosalega mikið að minna fólk í kringum mig á það að fara í belti og það er fáránlegt. Hvað er málið? Eruð þið eitthvað of "kúl" fyrir belti haha? Og svo þessi setning "Ég lendi ekkert í slysi" haha já og þetta hugsuðu örugglega líka hinir sem fóru ekki í belti og eru nú ekki á lífi eftir slys, það er svo sorglegt. Þegar það er bílslys eða ég sé sjúkrabíl keyra fyrir aftan húsið mitt, þá verð ég alltaf smá stressuð að þetta sé bílslys og pæli mikið í hvort það sé þá einhver sem ég þekki. En plís, farið alltaf í belti. Það skiptir svo miklu máli og gæti bjargað lífinu ykkar. 
Ef þið eruð of nett fyrir öryggisbelti, þá verðið þið örugglega jafn nett í hjólastól eða jafnvel í ykkar eigin jarðarför.(Ekki öll tilfelli). Maður á aldrei að vanmeta það sem gæti hjálpað manni. Ég hugsa kannski ekki alltaf skynsamlega, enda bara 16 ára og alveg að verða 17 en ég hef það fast í mér að fara alltaf í belti.


Ég veit í rauninni ekkert afhverju ég er að skrifa þetta allt, svona seint um nótt og alveg svefnlaus. En ég allavega fann mér eitthvað til að skrifa, leiddist það mikið haha.

Foreldrar geta verið pain, en vá þau eru svo mikilvæg og ég er endalaust þakklát fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig og gert til að hjálpa mér. Get ekki lýst því hversu mikið ég elska þau!

No comments:

Post a Comment